Þegar kemur að því að hanna draumagarðinn er enginn betur til þess fallinn en Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat. Sérhæfing hjá Urban Beat liggur í garðahönnun og hefur Björn verið að hanna garða síðan á síðustu öld og er eini landslagsarkitektinn sem hefur gefið sig algjörlega að slíkum verkefnum. Björn er jafnframt í góðu samstarfi við Eirík Garðar Einarsson hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur þegar kemur að framkvæmdinni sjálfri til að láta draumagarðinn verða að veruleika eftir hönnun Björns.
Sjöfn Þórðar lítur inn tvo garða með þeim félögum Birni og Eiríki Garðari sem þeir hafa lokið við að mestu með framúrskarandi útkomu í samsráði við garðeigendur sem vildu uppfylla ósk sína um draumagarðinn.
Annars vegar er um að ræða stórfenglegan garð í funkisstíl og hins vegar glæsilegan garð þar sem rómantíkin og hlýleikinn er í forgrunni í tengslum við gróðurinn og efnivið.
„Hér erum við komin í stórfenglegan útsýnisgarð þar sem náttúrulegt litaval er í forgrunni. Hér erum við með rekaviðargrátt eða óvarið timbur í bland við stuðlabergið og náttúruna sem passar einstaklega við við staðsetninguna við hafið,“segir Björn.
„Í þessum garði er að rómantíkin sem ræður ríkjum og hlýleikinn sem umvefur garðinn. Blómstrandi gróður er áberandi og formin er mjúk,“segir Björn.
„Náttúrusteinsflísarnar frá VÍDD koma vel út og eru viðhaldsfríar sem er mikill kostur fyrir eigendur,“segir Eiríkur og leggur jafnframt áherslu á hve vel þær koma út með grágrýti þar sem gráir tónar spila aðalhlutverkið með gróðrinum.
Spennandi heimsóknir tvo ólíka draumagarða framundan í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.