Stöðugleiki tryggður í borginni

Því var haldið fram hér á þessum vettvangi í gær að Dagur Eggertsson yrði áfram borgarstjóri að loknum kosningum.

Það virðist ætla að ganga eftir.

Orðrétt sagði hér í gær:

“Eftir helgina verður myndaður meirihluti í Reykjavík leiddur af Samfylkingunni í samstarfi við Pírata, Viðreisn og VG.”

Ljóst er að þessir fjórir flokkar hafa hreinan meirihluta í borgarstjórn, 12 fulltrúa.

Fram hefur komið að á þeim 4 árum sem Dagur hefur gegnt embætti borgarstjóra hafa fjórir forsætisráðherrar sitið. Ekki getur það talist vera merki um æskilegan stöðugleika.

Með Dag áfram sem borgarstjóra verður þó tryggður stöðugleiki hvað varðar þetta valdamikla og mikilvæga embætti.

Eyþór Arnalds tekur nú við af Halldóri Halldórssyni sem leiðtogi hins valdalausa minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og verður þar í samstarfi við Sósíalistaflokkinn, Flokk fólksins og Miðflokkinn.

Aldeilis spennandi félagsskapur!

Rtá.