Sterkur listi hjá samfylkingu

Niðurstaðan úr fjölmennu prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík skilar flokknum afarsterkum framboðslista. Úrslitin hefðu ekki getað orðið Samfylkingunni hagstæðari.

Dagur borgarstjóri leiðir eins og vitað var. Hlaut að sjálfsögðu yfirburðakosningu. Heiða Björk Hilmisdóttir varaformaður flokksins er í öðru sæti og Skúli Helgason náði þriðja sætinu.

Kristín Soffía Jónsdóttir lenti í fjórða sæti og Hjálmar Sveinsson var felldur niður í það fimmta sem er mjög heppilegt því hann hefur verið umdeildur. Sabine Leskaf náði sjötta sæti og Guðrún Ögmundsdóttir því sjöunda en margir munu fagna endurkomu hennar í borgarstjórn. Guðrún nýtur vinsælda langt út fyrir Samfylkinguna.

Í baráttusætinu, því áttunda, situr svo Magnús Már Guðmundsson.

Sannarlega öflugur listi, fjórar konur og fjórir karlar í átta efstu sætunum.
Ekki hægt að biðja um betri úrslit í þessu glæsilega prófkjöri.

Ætla má að öðrum flokkum og framboðum í Reykjavík hafi brugðið í brún við þessa niðurstöðu.

Rtá.