Steinunn hjólar í Sól­eyju vegna skrifa hennar um Sól­veigu: „Rifjum þessa frétt upp til af­hjúpunar“

Fyrr­verandi borgar­full­­trúinn og bar­áttu­­konan Sól­ey Tómas­dóttir, gerði grein Stefáns Ólafs­­sonar, sér­­­fræðings hjá Eflingu og prófessor í fé­lags­­fræði við HÍ, að um­­ræðu­efni á dögunum.

Í greininni kemur Stefán Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur, for­manni Eflingar, til varnar og gagn­rýnir um leið Hall­­dór Benja­mín Þor­bergs­­son, fram­­kvæmda­­stjóra Sam­­taka at­vinnu­lífsins.

Sól­ey segir grein Stefáns einkar at­hyglis­verða. Sam­­kvæmt honum eigi hún að styðja Sól­veigu Önnu þar sem hún sé öflug tals­­kona lág­­launa­­kvenna og ekki láta það þvælast fyrir sér þó hún geti verið bein­­skeytt og hvöss.

Hún tekur undir með Stefáni og segir Sól­veigu Önnu gagn­rýnda oftar, harðar og per­­sónu­­legar en karl­kyns for­verar hennar og sam­­starfs­­menn – það eigi við um allar konur sem taki sér pláss í karl­lægum geirum. Það sé ó­­sann­gjarnt og taki á. Hins vegar séu skrif Stefáns þó mikil ein­­földun á raun­veru­­leikanum.

„Femín­istar eru nefni­­lega ekki einn hópur með eina skoðun. Feminísk hug­­mynda­­fræði er flókin og marg­þætt. Hún býður upp á sjónar­horn, bar­áttu­að­­ferðir og leiðir. Þó femín­istar eigi það sam­eigin­­lega mark­mið að upp­­ræta karl­lægt valda­­kerfi, þá er ekki hægt að krefja alla femín­ista um að finnast eitt­hvað, beita sér fyrir ein­hverju eða styðja ein­hverja,“ skrifar Sól­ey.

Leik- og fjöl­miðla­konan Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir svaraði skirfum Sól­eyjar á Face­book um helgina þar sem hún endur­birtir gömul skrif hennar og hæðist létt að henni.

„Þessi gamla Vísis­­grein þarfnast endur­­­birtingar og ekki síst í ljósi skrifa Sól­eyjar Tómas­dóttur á hennar einka­vef um það af­hverju Sól­ey telur það ó­­ráð­­legt jafn­vel vara­­samt að styðja Sól­veigu Önnu.

Þeim skoðunum deila reyndar fleiri konur sem kalla sig femin­ista. Ég mæli með að fólk lesi grein Sól­eyjar um ,,feminíska sam­­stöðu” þó ég nenni ekki að hlekkja á hana og bið ykkur að dæma sjálf. það er á­vísun á hláturs­kast En rifjum þessa frétt upp til af­hjúpunar og yndis­auka,“ skrifar Steinunn.