Steingrímur, bjarni og milljarðarnir sem hurfu

Allar götur frá 2009 hafa menn verið að reyna að botna vafningsfléttuna í kringum Sjóvá og Glitni þegar 16 MILLJARÐAR voru lagðir inn í Sjóvá með atbeina Steingríms J Sigfússonar  fjármálaráðherra til að bjarga Sjóvá að sagt er.

 
Þessi björgun var þó mun víðtækari þegar að er gáð. Töpin sem Sjóvá varð fyrir námu tugum milljarða vegna lána til eignarhaldsfélaga Engeyinga og Karls Wernersson en með þessari Vafningsfléttu sýnist sem þau félög hafi
sloppið bærilega.
 
Engeyingar sluppu með N 1 og skyld félög og önnur veðsett hlutabréf en  “ fórnuðu “ bréfum sínum í Icelandair sem þeir höfðu keypt mjög háu verði  með hárri skuldsetningu.
 
Karl sýnist hafa náð að landa hluta af lyfjasamsteypu sinni í þessum sama snúningi. Hvernig má þetta gerast hafa margir spurt en fátt verið um svör.
 
Því hefur ekki verið gefinn mikill gaumur að á þessum tíma árið 2009 var Steingrímur J. Sigfússon skuggabankastjóri allra þriggja nýju ríkisbankanna og réði þar öllu sem hann vildi.
 
Í Íslandsbanka / Glitni deildi hann og drottnaði eftir að hafa samþykkt milljarða skuldaniðurfellingar bankastjórans og helstu aðstoðarmanna. Rétt er að hafa það í huga vegna þess sem gerðist í þessari Vafningsfléttu.
 
Hún var af þeirri stærðargráðu að enginn möguleiki er á að hún hafi farið fram án atbeina og aðkomu Steingríms. Leiðin sem menn telja að farin hafi verið þá er vinskapur / tengsl Tryggva Þórs Herbertssonar og
Guðmundar Árnasonar ráðuneytisstjóra Steingríms og nú Bjarna.  Þeir hafi verið meðalgöngumennirnir.
 
Gjald Bjarna fyrir greiðsemina  er sagt vera stuðningur við Icesave brölt Steingríms og afskiptaleysi Sjálfstæðisflokksins við afhendingu 2 ja ríkisbanka til kröfuhafanna í lok árs 2009.
Líklegt er að Bjarni hafi aftur þurft að nýta þessa tengla þegar Engeyingar þurftu að játa sig sigraða við rekstur N 1 og Umtaks fasteignafélags þess í sumarbyrjun 2011.
 
Það hefur ekki farið með himinskautum sem þá gerðist að þeir fengu að taka  félagið Kynnisferðir  ( dótturfélag N 1 ) yfir með því að greiða hluthöfum N 1  fyrst út  150 milljón króna arð , færa síðan niður hlutafé Kynnisferða að fjárhæð 150 milljónir og nota fyrrnefndan arð til að auka hlutaféð að nýju.
 
Alir sem til þekkja gera sér greina fyrir því að þessi framkvæmd gat ekki orðið án aðkomu og samþykkis viðkomandi banka sem í þessu tilviki voru Íslandsbanki og Arion. Þá höfðu bankarnir báðir áfram   Steingrím J Sigfússon sem sinn skuggabankastjóra þótt hann væri farinn úr fjármálaráðuneytinu í það að vera allt um lykjandi allsráðandi atvinnuvegaráðherra.
 
Öll þessi vegferð leiddi síðan til þess að Bjarni varð Steingrími handgenginn maður.