Steinar Fjeld­sted: „Þetta var al­gjör geð­veiki“ – Hand­tökur, djamm og fullir vasar af peningum

„Þetta var hrika­lega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað,” segir Steinar Fjeld­sted, eða Steini í Qu­arashi, í nýjasta pod­cast-þætti Sölva Tryggva­sonar.

Steinar var ein af aðal­sprautunum í rapps­veitinni Qu­arashi sem náði lygi­legum hæðum á sínum tíma og fyllti tón­leika­hallir um allan heim.

„Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upp­lifðum ó­trú­lega hluti, en það var ein­hvern vegin bara orðið venju­legt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun.”

Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tví­tugt óraði hann lík­lega ekki fyrir því sem fram­undan var. Stórir plötu­samningar, ferða­lög um allan heim, tón­leika­hald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. Hann segir að lífs­stíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Qu­arashi náði mestu hæðunum.

„Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúk­lega gaman en verður svo svaka­lega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sér­stak­lega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórn­lausir. En eftir á­kveðinn tíma settumst við niður og á­kváðum að við værum komnir í meistara­deildina og yrðum að haga okkur sam­kvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru hand­teknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru hand­tökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minni­háttar skammta af fíkni­efnum á sér og ó­spektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljóm­sveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi á­fram og yrði meira.”

Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ó­trú­legum vin­sældum Qu­arashi í Japan:

„Við túruðum mest í Banda­ríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stór­stjörnur og vorum í raun risa­stórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan út­varps­stöðvar þar sem við fórum í við­töl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru líf­verðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bak­dyra­megin af hótelinu og ætlaði að fara í Stus­sy búðina í stærsta verslunar­hverfinu í Tokyo. Síðan er ég í Virgin Records plötu­búðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risa­stór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lög­reglu­fylgd og var keyrður í burtu af lög­reglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mis­munandi flug­völlum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara al­gjör geð­veiki.“

Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Qu­arashi ævin­týrið, tóm­leikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: