Ingibjörg Kristófersdóttir athafnakona með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
Ingibjörg Kristófersdóttir athafnakona, sem alla jafna er kölluð Didda, á nokkrar af þekktustu tískuvöruverslununum landsins ásamt eiginmanni sínum Hákoni Hákonarsyni. Didda er búin að vera í verslunarbransanum í áratugi og hokin af reynslu og þekkingu þegar kemur að því að velja réttu staðsetninguna fyrir verslanir sínar sem og útlit.
Sjöfn Þórðar heimsækir Diddu í nýjustu tískuvöruverslun þeirra hjóna Collections á Hafnartorgi og fær innsýn í hönnun og útlit verslunarinnar. „Við hjónin hönnuðum saman útfærsluna á innréttingum, lýsingu og uppsetningu á fataslám fyrir verslunina með það í huga að viðskiptavinurinn hafi yfirsýn yfir það sem í boði er,“ segir Didda og er mjög ánægð með útkomuna. Einnig leggur Didda mikla áherslu á að velja réttu staðsetninguna fyrir fyrirtæki sín.
Eiga þau hjón verslanirnar BOSS, Herragarðinn, Mathildu, Hanz, Englabörnin og Colletions sem eru staðsettar í Kringlunni, Smáralind og Hafnartorginu. „Hafnartorgið er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur eflt verslun í miðborginni til muna þar sem hægt er að blanda saman útivist, verslun, afþreyingu og kaffihúsamenningu,“ segir Didda og horfir björtum augum til framtíðarinnar á Hafnartorginu. En það er ekki nóg að vera huga að staðsetningu og útliti verslana og Didda er með lykilatriðið á hreinu. „Starfsfólkið er stærsti fjársjóðurinn okkar, án þeirra væri reksturinn enginn,“ segir Didda og segir að þau hjónin séu afar þakklát fyrir starfsfólkið sitt sem flest hefur unnið fyrir þau í áratugi. Mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu, natni og vellíðan við viðskiptavini.
Einnig líta Sjöfn og Didda saman inn í Mathildu sem er staðsett í Kringlunni en Mathilda er sú verslunin sem Didda gerði eftir sinni ástríðu og er ein af vinsælustu tískuvörverslunum landsins. Þar er að finna nokkur af vinsælustu tískuvörumerkjunum landsins eins og Polo by Ralph Lauren, Sand Copenhagen, Emporio Armani og Anine Bing svo fátt sé nefnt.
Missið ekki af einlægu og áhugaverðu viðtali við Diddu um líf hennar í tískuvöruverslunarbransanum.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.