„Starfs­fólkið er stærsti fjár­sjóðurinn okkar, án þeirra væri reksturinn enginn“

Ingi­björg Kristófers­dóttir at­hafna­kona með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Ingi­björg Kristófers­dóttir at­hafna­kona, sem alla jafna er kölluð Didda, á nokkrar af þekktustu tísku­vöru­verslununum landsins á­samt eigin­manni sínum Hákoni Hákonar­syni. Didda er búin að vera í verslunar­bransanum í ára­tugi og hokin af reynslu og þekkingu þegar kemur að því að velja réttu stað­setninguna fyrir verslanir sínar sem og út­lit.

Sjöfn Þórðar heim­sækir Diddu í nýjustu tísku­vöru­verslun þeirra hjóna Collections á Hafnar­torgi og fær inn­sýn í hönnun og út­lit verslunarinnar. „Við hjónin hönnuðum saman út­færsluna á inn­réttingum, lýsingu og upp­setningu á fata­slám fyrir verslunina með það í huga að við­skipta­vinurinn hafi yfir­sýn yfir það sem í boði er,“ segir Didda og er mjög á­nægð með út­komuna. Einnig leggur Didda mikla á­herslu á að velja réttu stað­setninguna fyrir fyrir­tæki sín.

Eiga þau hjón verslanirnar BOSS, Herra­garðinn, Mat­hildu, Hanz, Engla­börnin og Colletions sem eru stað­settar í Kringlunni, Smára­lind og Hafnar­torginu. „Hafnar­torgið er kær­komin við­bót í mið­bæjar­flóruna og hefur eflt verslun í mið­borginni til muna þar sem hægt er að blanda saman úti­vist, verslun, af­þreyingu og kaffi­húsa­menningu,“ segir Didda og horfir björtum augum til fram­tíðarinnar á Hafnar­torginu. En það er ekki nóg að vera huga að stað­setningu og út­liti verslana og Didda er með lykil­at­riðið á hreinu. „Starfs­fólkið er stærsti fjár­sjóðurinn okkar, án þeirra væri reksturinn enginn,“ segir Didda og segir að þau hjónin séu afar þakk­lát fyrir starfs­fólkið sitt sem flest hefur unnið fyrir þau í ára­tugi. Mikið er lagt upp úr per­sónu­legri þjónustu, natni og vel­líðan við við­skipta­vini.

Einnig líta Sjöfn og Didda saman inn í Mat­hildu sem er stað­sett í Kringlunni en Mat­hilda er sú verslunin sem Didda gerði eftir sinni ást­ríðu og er ein af vin­sælustu tísku­vörverslunum landsins. Þar er að finna nokkur af vin­sælustu tísku­vöru­merkjunum landsins eins og Polo by Ralph Lauren, Sand Copen­hagen, Emporio Armani og Ani­ne Bing svo fátt sé nefnt.

Missið ekki af ein­lægu og á­huga­verðu við­tali við Diddu um líf hennar í tísku­vöru­verslunar­bransanum.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.