Fjóla G. Friðriksdóttir og eiginmaður hennar Haraldur Jóhannsson búa á einum fegursta staðnum á Seltjarnarnesinu þ.e. í túnfætinum við Vestursvæðin þar sem Nesstofa og Lyfjafræðasetrið standa í allri sinni dýrð. „Við hjónin njótum þess að sitja hér og horfa á sólina setjast út um þennan glugga sem er lifandi málverk alla daga,“ segir Fjóla og er hugfangin af því útsýni sem þau njóta alla daga.
Fjóla hefur líka fallegan heimilisstíl og nýtur þess að blanda saman gömlu og nýju, sérstaklega þykir henni vænt um hluti sem hafa tilfinninglegt gildi fyrir þau hjónin. Fjóla er öflug athafna kona sem starfar náið með eiginmanni sínum og verkefni þeirra hafa vakið aðdáun margra. Við fáum innsýn í verkefni þeirra hjóna og framtakssemi. Meira um þetta í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.