Fólk í Kína bíður nú í ofvæni eftir að íslenski menningarmálaráðherrann, Illugi Gunnarsson, komi í “opinbera heimsókn" um næstu helgi.
Beðið er eftir nýrri línu í menningarmálum frá þessari “stórþjóð” í vestri.
Illugi hefur látið lítið til sín taka hingað til en nú eiga Kínverjar von á því að hann tali út. Hann gæti m.a. fjallað um hvernig menn meta mikilvægi þings og þjóðar. Að ekki sé talað um það hvort ber að virða loforð, t.d. kosningaloforð. Í Kína eru skiptar skoðanir um málið.
Í Kína eiga menn von á miklum vitringi.
Vonandi að þeir verði ekki fyrir miklum vonbrigðum eins og Íslendingar hafa orðið varðandi þennan mann.