Samkvæmt úttekt sem Reuters fjallar um og byggir á svokallaðri Davos skýrslu eru líkur á að vélmenni og lausnir tengdar gervigreind muni leiða til þess að ríflega fimm milljónir starfa í 15 stærstu ríkjum heims tapist á næstu fjórum árum. Tvær milljónir starfa muni skapast. Ríflega sjö milljónir starfa tapist.
Það eru ekki síst störf ófaglærðra sem reikna má með að vélar leysi af. Um þetta var rætt á árlegum fundi World Economic Forum í Sviss undir lok janúar Meðal starfa sem menn munu hætta að vinna en vélar taka við að sinna eru heilbrigðisstörf. Einnig skrifstofu- og stjórnunarstörf þar sem vélar munu taka yfir rútínubundin störf.
Reuters kallar menningarbreytinguna \"fjórðu iðnbyltinguna\".
Ný sérhæfð störf munu skapast við gagnareiningu og ákveðna tegund af viðskiptum.
Fækkun starfanna verður einkum meðal kvenna þar sem stór hluti kvenna vinnur nú láglaunastörf sem spáð er að senn verði úr sögunni vegna tæknibreytinga. Er því spáð í Davos skýrslunni að karlar fái eitt nýtt starf fyrir hver þrjú sem tapist. Konur tapi fimm störfum fyrir hvert eitt nýtt sem skapist.