Spá bættum hag heimila á næstu árum

Hagur heimilanna mun halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs, að því er fram kemur í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Íslandsbanka.


Þar segir að einkaneysla muni vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og að fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði muni vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár, 16,3% á næsta ári og 11% á árinu 2017.

Samkvæmt samantekt deildarinnar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum, eða sem nemur 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að daga muni úr hækkunum á húsnæðisverði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017.

Greining Íslandsbanka segir að efnahagsumhverfi fyrirtækja hafi batnað á marga mælikvarða undanfarin ár, meðal annars með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Greining Íslandsbanka reiknar með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu. Er því spáð að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017.


Hagur heimilanna mun halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs. Einkaneysla mun vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði munu vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár, 16,3% á næsta ári og 11% á árinu 2017.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að hagsvöxtur verði 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að daga muni úr hækkunum á húsnæðisverði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017.

Greining Íslandsbanka segir að efnahagsumhverfi fyrirtækja hafi batnað á marga mælikvarða undanfarin ár, meðal annars með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Greining Íslandsbanka reiknar með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu. Er því spáð að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017