Sól­veig Anna sakar fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra um and­legt of­beldi

Sól­veg Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir fyrrum dóms­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son gerast sekan um and­legt of­beldi fyrir að kalla hana í­trekað strengja­brúðu karl­manna.

„Fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, kallar mig á vef­síðu sinni enn á ný "strengja­brúðu" tveggja karl­manna. Áður hefur hann að ég sé "gerð út" af þessum sömu mönnum,“ skrifar Sól­veig Anna á Face­book síðu sinni.

For­maðurinn lýsti því næst öllu sem hún hefur á­orkað og gengið í gegnum um ævina. Sól­veig Anna segir reynslu sína af sjálf­stæði vera á­stæðu þess að það skipti hana máli að vita að skoðanir hennar komi frá henni sjálfri og byggist á upp­lýstri af­stöðu.

„Ég hugsaði um hvað það er undar­legt að þrátt fyrir mína lifuðu ævi skuli ég samt í augum sumra manna ekki vera neitt nema strengja­brúða, gerð út af karl­mönnum.“

Orð­ræða kúgara

Sól­veig Anna viður­kenndi að hluti af henni yrði dapur þegar slík orð væru notuð. „Ein­hver konu-partur sem hugsar um konur sem hafa lifað, gert, sagt, hugsað en samt aldrei fengið að verða neitt annað en "strengja­brúður" í hugum valda­mikilla manna,“ bætti hún við.

„Þessi konu-partur veit og viður­kennir að svona orð­færi er and­legt of­beldi. Notað til að kúga og þagga. Notað til að særa og lítil­lækka.“

Leiðin­legt fyrir fjöl­skylduna

Það kallaði fram van­mátt og særindi að vera kölluð strengja­brúða á opin­berum vett­vangi. „Mér finnst leiðin­legt að mamma mín sjái og heyri svona tal. Mér finnst leiðin­legt að dóttir mín sjái það og heyri. Og mér finnst það leiðin­legt mín sjálfrar vegna; leiðin­legt vegna þeirrar stelpu sem ég var, ungu konu og nú full­orðnu konu.“

Sól­veig Anna kveðst þó vita full­vel að hún sé ekki strengja­brúða, jafn­vel og hún viti að slíkar á­sakanir myndu ekki stoppa í bráð. „En ég á­kvað í gær­kvöldi að verða samt alltaf leið þegar það gerist. Ég ætla ekki að pína konu-partinn til að verða kaldan og harðan gagn­vart ó­geðinu, heldur halda í til­finninguna og leyfa henni að lifa.“

Við­kvæmni boðin vel­komin

Til­finningar kvenna hafi verið notaðar gegn þeim og þeim gert að forðast það láta særa sig. „Partur af upp­reisn okkar gegn feðra­veldinu er að leyfa ekki að til­finningar okkar séu notaðar gegn okkur.“ Nú sé tíminn til að rísa upp gegn þeirri hreyfingu.

„Kven-fjand­semin er víða og bar­áttan gegn henni þess vegna háð útum allt, líka inn í okkar eigin heilum og hjörtum. Ég hef oft fyrir­litið sjálfa mig fyrir að vera "of við­kvæm". En ég er hætt því. Það eru kven­réttindi mín að verða leið. Ég ætla ekki að breytast. Það sem ég ætla að gera er að berjast fyrir því að kven-hatandi mennirnir með ljótu orðin og hugsanirnar missi völdin sín. Það er bar­átta sem er þess virði að taka þátt í.“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kallar mig á vefsíðu sinni enn á ný "strengjabrúðu" tveggja karlmanna....

Publicado por Sólveig Anna Jónsdóttir em Segunda-feira, 27 de julho de 2020