Sólveig anna lét pólitískan kjána hleypa sér upp

Formaður Eflingar sýnir nú aftur og aftur að hún veldur ekki embætti sínu. Þegar fólk er komið á stóran stall í þjóðfélaginu þá verður það að þola pressuna sem því fylgir og kunna sér hóf í opinberri umræðu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur fallið á prófinu hvað þetta varðar. Hún lætur minnipokafólk úr hópi andstæðinga sinna hleypa sér upp í stað þess að leiða ómerkilega gagnrýni hjá sér.

Nýjasta dæmið er tal hennar um að hlaupastelpa úr Sjálfstæðisflokknum sem skaut á hana sé “fyrirlitleg” og annað eftir því. Betra hefði verið að leiða skítkast Sigríðar Hallgrímsdóttur hjá sér því fáir nenna að taka mark á henni. Hún er að sönnu í Sjálfstæðisflokknum og hefur reynt heil ósköp að konast þar áfram en án mikils árangurs. Hana langaði t.d. að komast í borgarstjórn sl. vor en fékk engan hljómgrunn. 

Sigríður þessi er engin talsmaður Sjálfstæðisflokksins eins og Sólveig Anna reyndi að halda fram. Hún hefur enga stöðu í flokknum.

Formaðir Eflingar þarf að kunna að velja sér andstæðinga. Hún á ekki að skjóta spörfugla með fallbyssum, svo vitnað sé í fræg orð fyrrum forsætisráðherra.

Sólveig Anna má ekki láta Gunnar Smára æsa sig upp í dónalegt pex við fólk sem stendur ekki fyrir neitt.

Rtá.