Flestir huga að heilsunni og vilja holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Lemon er íslenskur samloku og djússtaður sem stofnaður var árið 2012 en fyrsti staðurinn opnaði í mars árið 2013. Í dag eru staðirnir orðnir 7 talsins og er Lemon þekktur er fyrir að bjóða uppá ferskt gæðahráefni í alla sína rétti.
Djúsarnir og samlokurnar hafa notið mikilla vinsælda þar sem áherslan er á ferskleika, hollustu og bragðgott gæða hráefni sem gleður bæði líkama og sál. Sjöfn Þórðar heimsækir þær Unni Guðríði Indriðadóttur markaðsstjóra og Jóhönnu Soffíu Birgisdóttur framkvæmdastjóra á Lemon en báðar eru þær eigendur af staðnum ásamt þriðja aðila og fær þær til að segja frá áherslum og markmiðum Lemon.
„Samlokurnar og djúsarnir hafa verið okkar aðalsmerki en fyrir þá sem vilja ekki brauð þá er hægt að fá samlokuna í vefju, í salati eða í ketóbrauði,“ segir Unnur Guðríður sem leggur jafnframt áherslu á þau leggi sig fram við að bjóða uppá sælkeraveitingar fyrir alla.
„Við erum einnig með góða morgunverði eins og hafragraut, grískt jógúrt og chiagraut sem nýtur mikilla vinsælda auk þess sem við bjóðum uppá engiferskot sem mörgum finnst gott að byrja daginn á,“segir Jóhanna og segir að matseðlinn sé í stöðugri þróun þar sem markmiðið sé að vera með ávallt eitthvað fyrir alla með hollustuna og gæði í forgrunni.
Lifandi og skemmtilegt innlit á Lemon í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.