Snædís lítur inn til öglu og hafsteins

Einn heimilislegasti sjónvarpsþáttur landsmanna, Heimilið á Hringbraut, er að færa sig aðeins upp á skaftið - og byrjar frá og með kvöldinu að kíkja inn til fólks og skoða hvernig það hefur komið sér fyrir í íbúðum sínum og húsum.

Það er Snædís Snorradóttir, nýr dagskrárgerðarmaður Hringbrautar sem hefur veg og vanda að þessum lið í sjónvarpsþættinum Heimilið, en hann hefur verið á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar svo misserum skiptir og fjallar um allt sem lýtur að rekstri og viðhaldi heimilisins.

Í fyrsta innlitinu kíkir Snædís við hjá hjónakornunum Hafsteini og Öglu, sem reka Happie furnitures, en þau eru að koma sér upp heimili við Hafravatnsveg.

Heimilið er frumsýnt öll þriðjudagskvöld klukkan 20:00.