Smur­brauðið að hætti Marentzu sem matargestirnir missa sig yfir

Á dögunum í páska­þætti Fast­eigna og Heimila heim­sótti Sjöfn Þórðar, Marentzu Poul­sen smur­brauðs­drottningu okkar Ís­lendinga á fal­lega heimilið hennar í Skerja­firðinum. Marentza rekur Klambrar Bistro á Kjarvals­stöðum og Café Flóru í Grasa­garðinum í Laugar­dal og er rómuð fyrir sín ljúffengu smur­brauð og kræsingar. Marentza töfraði fram ó­mót­stæði­lega ljúffengt og fal­leg smur­brauð eftir matar­draum sínum fyrir á­horf­endur sem eru til­valin að prófa um páskana og þegar við fögnum sumrinu sem nálgast óðum.

„Það er upp­lagt að nýta af­gangana af páska­matnum og út­búa ljúffengt smur­brauð,“ sagði Marentza.

Eins og Marentza var svo dá­sam­lega að lofa á­horf­endum eru hér upp­skriftirnar af smur­brauðunum hennar komnar á­samt þykkum bjór­pönnu­kökum með sýrópi sem fá gestina til að standa á öndinni. Þær eru til­valdar í páska­dögurðinn. Einnig er hægt að sjá þáttinn í heild sinni hér: https://hring­braut.fretta­bladid.is/sjon­varp/fast­eignir-og-heimili/6-april-2020/

Smur­brauð með kjúk­linga­salati og stökku beikoni

Kjúk­linga­salat

1 meðal­stór kjúk­lingur s­reiktur, hreinsaður af beinunum og skinnið fjær­lægt siðan skorin í bita stærð eftir smekk
400 g gul­rætur, skrældar og skornar i teninga, bakaðar í ofni med smá oliu, salti og pipar í u.þ.b. 10 mínutur
5 dl majónes
3 dl sýrður rjomi 36%
2 msk sætt sinnep
1 tsk karrý
salt og pipar
rúg­brauð að eigin vali, skorið í sneiðar
Salat­blöð til skreytingar neðst á brauð ef vilji er fyrir því.
16 sneiðar af þurr­steiktu beikoni (nota til skreytinga)

Öllu hrá­efninu blandað vel saman og kjúk­linga­bitunum bætt saman við.

Rúg­brauð­sneiðin vel smurð með smjöri. Salat blað­lagt á smur­brauðið, má sleppa. 1 góð mat­skeið af kjúk­linga­salati sett ofan a salat­blaðið, síðan skreytt með stökka beikoninu, tómötum og stein­selju.

Smur­brauð með kar­töflum og plokk­fiski

Soðnar kar­töflur, geta verið venju­legar kar­töflur eða svona fjólu­bláar eins og þessar í þættinum.
Plokk­fiskur
1 kg þorskur
½ l mjólk
sósu­þykni eða maisena­mjöl
salt og pipar eftir smekk
2 msk smjör


Fiskurinn er roð og bein­hreinsaður, skorin í bita og settur í pott með smá vatni þegar suðan er komin upp er potturinn tekin af helluni og látin biða í un 8 til 10 mínútur. Af­hýði laukinn og skeri smátt setji hann síðan í pott á­samt mjólkini, salti og pipar, hiti að suðu og jafni með því að strá sósu­þykkni eða maisena­mjöli yfir og hræri var­lega þar til sósan er farin að þykkna, bæti fisknum var­lega saman við og að lokum smjörinu sem gefur réttinum fal­legan gljáa, smakki til með salti og pipar.

Brauð­sneiðin er smurð með smjöri, kar­töflurnar sneiddar og þeim raða á brauð­sneiðina, plokk­fiskurinn settur ofan­á eftir miðju skreytt með rækjum,kavíar,radísum og dilli.

Smur­brauð með lamba­steik

Sneiða af lamba­kjöt, gott að nýta af­ganginn af lamba­steikinni í þetta
Rauð­rófu­salat
1 ½ dós af sýrðum rjóma 36%
1 krukka niður­soðnar rauð­rófur

Rauð­rófurnar sigtaðar frá vökvanum, passa að þær séu vel sigtaðar þannig að þær séu ekki of blautar og síðan skornar í teninga. Rauð­rófu­teningumum er blandað saman við sýrða rjóman. Bragð­bætt með salti og pipar, gerir gott bragð að setja smá garða­blóð­berg saman við, það á mjög vel við lamba­kjötið.
Brauð­sneiðin smurð með smjöri, 3 til 4 sneiðum af lamba­kjötið raða ofan­á smurðu brauð­sneiðina. Rauð­rófu­salati sett eftir miðju­sneiðarinnar, skreytt eð radísum garða­blóð­bergi og stein­selju.

Þykkar pönnu­kökur með bjór­sýrópi að hætti Marentzu

Pönnu­köku­deig

2 egg
75 g muscova­dosykur
Salt á hnífs­odda
3 dl mjólk
3 dl hveiti
Kardi­mommur á hnífs­odda
börkur af einni appel­sínu og sítrónu

Öllu hrá­efninu er blandað vel saman og látið standa í kæli í smá stund.

Brauðið steikt

50 g smjör til steikingar af brauðinu
3 brauð­sneiðar 20 cm þykkar eru skornar í tvennt. Það er gott að taka skorpuna af brauð­sneiðunum. Þeim síðan velt upp­úr pönnu­köku­deiginu og steiktar á pönnu í smjöri á öllum hliðum.

Öl­sýróp

2 msk vatn
1 dl muscova­dosykur
½ dl bjór, ég notaði Helgu frá Öl­gerðinni hann er bleikur.

Vatn og sykur láti sjóða var­lega þanga til að það er farið að þykkna þá er bjórnum bætt saman við og láti sjóða að­eins niður þanga til að það er orðið ad sýrópi.
Setji eina mat­skeið af grískri jógúrt ofan á brauð­sneiðina og hellið sýrópinu yfir það má líka bera steikt beikon fram með þessari morgun­steik.

Njótið vel og gleði­lega páska.