Á dögunum í páskaþætti Fasteigna og Heimila heimsótti Sjöfn Þórðar, Marentzu Poulsen smurbrauðsdrottningu okkar Íslendinga á fallega heimilið hennar í Skerjafirðinum. Marentza rekur Klambrar Bistro á Kjarvalsstöðum og Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal og er rómuð fyrir sín ljúffengu smurbrauð og kræsingar. Marentza töfraði fram ómótstæðilega ljúffengt og falleg smurbrauð eftir matardraum sínum fyrir áhorfendur sem eru tilvalin að prófa um páskana og þegar við fögnum sumrinu sem nálgast óðum.
„Það er upplagt að nýta afgangana af páskamatnum og útbúa ljúffengt smurbrauð,“ sagði Marentza.
Eins og Marentza var svo dásamlega að lofa áhorfendum eru hér uppskriftirnar af smurbrauðunum hennar komnar ásamt þykkum bjórpönnukökum með sýrópi sem fá gestina til að standa á öndinni. Þær eru tilvaldar í páskadögurðinn. Einnig er hægt að sjá þáttinn í heild sinni hér: https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/fasteignir-og-heimili/6-april-2020/
Smurbrauð með kjúklingasalati og stökku beikoni
Kjúklingasalat
1 meðalstór kjúklingur sreiktur, hreinsaður af beinunum og skinnið fjærlægt siðan skorin í bita stærð eftir smekk
400 g gulrætur, skrældar og skornar i teninga, bakaðar í ofni med smá oliu, salti og pipar í u.þ.b. 10 mínutur
5 dl majónes
3 dl sýrður rjomi 36%
2 msk sætt sinnep
1 tsk karrý
salt og pipar
rúgbrauð að eigin vali, skorið í sneiðar
Salatblöð til skreytingar neðst á brauð ef vilji er fyrir því.
16 sneiðar af þurrsteiktu beikoni (nota til skreytinga)
Öllu hráefninu blandað vel saman og kjúklingabitunum bætt saman við.
Rúgbrauðsneiðin vel smurð með smjöri. Salat blaðlagt á smurbrauðið, má sleppa. 1 góð matskeið af kjúklingasalati sett ofan a salatblaðið, síðan skreytt með stökka beikoninu, tómötum og steinselju.
Smurbrauð með kartöflum og plokkfiski
Soðnar kartöflur, geta verið venjulegar kartöflur eða svona fjólubláar eins og þessar í þættinum.
Plokkfiskur
1 kg þorskur
½ l mjólk
sósuþykni eða maisenamjöl
salt og pipar eftir smekk
2 msk smjör
Fiskurinn er roð og beinhreinsaður, skorin í bita og settur í pott með smá vatni þegar suðan er komin upp er potturinn tekin af helluni og látin biða í un 8 til 10 mínútur. Afhýði laukinn og skeri smátt setji hann síðan í pott ásamt mjólkini, salti og pipar, hiti að suðu og jafni með því að strá sósuþykkni eða maisenamjöli yfir og hræri varlega þar til sósan er farin að þykkna, bæti fisknum varlega saman við og að lokum smjörinu sem gefur réttinum fallegan gljáa, smakki til með salti og pipar.
Brauðsneiðin er smurð með smjöri, kartöflurnar sneiddar og þeim raða á brauðsneiðina, plokkfiskurinn settur ofaná eftir miðju skreytt með rækjum,kavíar,radísum og dilli.
Smurbrauð með lambasteik
Sneiða af lambakjöt, gott að nýta afganginn af lambasteikinni í þetta
Rauðrófusalat
1 ½ dós af sýrðum rjóma 36%
1 krukka niðursoðnar rauðrófur
Rauðrófurnar sigtaðar frá vökvanum, passa að þær séu vel sigtaðar þannig að þær séu ekki of blautar og síðan skornar í teninga. Rauðrófuteningumum er blandað saman við sýrða rjóman. Bragðbætt með salti og pipar, gerir gott bragð að setja smá garðablóðberg saman við, það á mjög vel við lambakjötið.
Brauðsneiðin smurð með smjöri, 3 til 4 sneiðum af lambakjötið raða ofaná smurðu brauðsneiðina. Rauðrófusalati sett eftir miðjusneiðarinnar, skreytt eð radísum garðablóðbergi og steinselju.
Þykkar pönnukökur með bjórsýrópi að hætti Marentzu
Pönnukökudeig
2 egg
75 g muscovadosykur
Salt á hnífsodda
3 dl mjólk
3 dl hveiti
Kardimommur á hnífsodda
börkur af einni appelsínu og sítrónu
Öllu hráefninu er blandað vel saman og látið standa í kæli í smá stund.
Brauðið steikt
50 g smjör til steikingar af brauðinu
3 brauðsneiðar 20 cm þykkar eru skornar í tvennt. Það er gott að taka skorpuna af brauðsneiðunum. Þeim síðan velt uppúr pönnukökudeiginu og steiktar á pönnu í smjöri á öllum hliðum.
Ölsýróp
2 msk vatn
1 dl muscovadosykur
½ dl bjór, ég notaði Helgu frá Ölgerðinni hann er bleikur.
Vatn og sykur láti sjóða varlega þanga til að það er farið að þykkna þá er bjórnum bætt saman við og láti sjóða aðeins niður þanga til að það er orðið ad sýrópi.
Setji eina matskeið af grískri jógúrt ofan á brauðsneiðina og hellið sýrópinu yfir það má líka bera steikt beikon fram með þessari morgunsteik.
Njótið vel og gleðilega páska.