Í Skerjafirðinum, á kyrrlátum og fallegum stað í nánd við Reykjavíkurflugvöll býr Hrefna Rósa Sætran ásamt fjölskyldu sinni í afar snotru húsi með sál. Sjöfn heimsækir Hrefnu Rósu í garðinn þar sem Hrefna Rósa grillar fyrir hana ljúffenga smárétti sem eiga vel við alla daga ársins en sérstaklega á góðvirðis dögum í skemmtilegum félagsskap. Hrefna Rósa leggur mikið upp úr að við leyfum hráefninu að njóta sín og eldamennskan sé ekki of flókin og við njótum þess að vera úti við að grilla með fólkinu okkar. Upplifunin við að grilla, gleðjast saman og njóta veðursins er aðalmálið.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.