Mynd: The Ocean Villa
Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air hefur auglýst glæsivillu sína á Seltjarnarnesi til sölu á netinu og er húsinu lýst sem einu af tilkomumesta einbýlishúsi á Íslandi.
RÚV greindi fyrst frá sölunni en auglýsingin birtist á erlendum vef sem heitir The Ocean Villa. Á vefnum er talað vel um Seltjarnarnes og náttúru bæjarins ásamt því að tekið er fram sá kostur að 20 flugfélög fljúgi til yfir 100 áfangastaða frá Íslandi.
Húsið sem er byggt árið 2008 er 630 fermetrar og á þremur hæðum. Hefur það meðal annars að geyma tvo heita potta, fjölskylduherbergi, gufu og líkamsræktaraðstöðu.
Fyrr á þessu ári greindi Skúli frá því að hann hafi veðsett húsið ásamt jörð sinni í Hvalfirði í skuldabréfaútboði WOW air á síðasta ári ásamt því að gangast í persónulegar ábyrgðir eftir gjaldþrot WOW.