Skúli: Hefði getað endað sem bitur og gamall karl

„Fyrsta árið eftir gjaldþrotið er allt í móðu,“ rifjar Skúli Mogensen upp, en hann segir frá risi og falli WOW í helgarblaði Fréttablaðsins „og sem betur fer var ég ekkert að tjá mig þá, enda hefði ég sennilega virkað sem bitur og gamall karl sem lifði á fornri frægð, en það er nú það síðasta sem ég vil.“

Sár?

„Mjög, einkum og sér í lagi út í sjálfan mig. Á endanum má rekja fall WOW til minna mistaka, ekki annarra. Og það máttu vita að enn líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um það sem betur mátti fara.“