Skröpum botninn ásamt rúmenum

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er í ítarlegu viðtali í Þjóðbraut í kvöld. Þar kemur margt fram, svo sem hversu langt við erum á eftir öðrum norrænum þjóðum hvað varðar peninga til heilbrigðismála. Þar munar miklu.

Mestur er munurinn þegar kemur að fjárfestingum í húsum og tækjum. Þá erum við í neðsta sæti ásamt Rúmeníu. Grikkir, sem höfðu legið lágt, hafa tekið sig á eru komnir framfyrir okkur.

Það jákvæðasta er að fáar þjóðir reykja minna og drekka minna en við. Íslendingar eru hins vegar með þeim tregustu til að fara í bólusetningu.

Viðtalið við Pál er á dagskrá klukkan 21:00 í kvöld.

 -sme