Skrif úr gler­húsi

Sá um helgina nokkuð vitnað til Reykja­víkur­bréfs Davíðs Odds­sonar þar sem hann gerir lítið úr þeim tug­þúsundum landa sinna sem tóku þátt í Bús­á­halda­byltingunni - níðir það fólk niður með sínu hæðnis­blandaða og hefni- og haturs­fulla orða­lagi.

Þau skrif eru mark­laus með öllu og höfundi sínum til háðungar.

Hvers vegna?

Vegna þess ein­fald­lega að Davíð og hans skoðana­bræður voru sjálf rótin að öllu því sem hér gekk á fyrir og eftir hrunið 2008!

Davíð inn­leiddi hér ný­frjáls­hyggjuna sem hafði skotið rótum í Bret­landi og Banda­ríkjunum og víðar - ekki nóg með það - hér varð sú stefna græðginnar og dauðans miklu stækari en er­lendis varð - ná­hirð Davíðs þurfti að ganga lengra í að gera þá ríku ríkari en menn treystu sér til í öðrum löndum.

Brauð­mola­kenningin fékk hér byr undir báða vængi!

Þessu var fólkið í Bús­á­halda­byltingunni að mót­mæla - eðli­lega þegar búið var að keyra allt í strand.

Gagn­rýni Davíðs á þetta fólk getur því aldrei orðið annað en mark­laust þvaður sak­bitins manns sem hefur meira á sam­viskunni en hann ræður við.

Flokks­skír­teinið dugði

Annað sem ekki má gleyma.

Það var Davíð ekki nóg að inn­leiða hér frjáls­hyggju­ó­þverrann.

Hann vildi endi­lega að láta flokks­bræður sína setja sig í stól banka­stjóra Seðla­bankans, væntan­lega til að passa uppá að fjár­mála­stefna dauðans fengi hér að blómstra sem aldrei fyrr!

Og stóllinn varð hans.

Hvernig?

Var starfið aug­lýst laust til um­sóknar?

Nei.

Voru gerðar ein­hverjar hæfnis­kröfur?

Nei.

Hafði Davíð hag­fræði­menntun eins og nánast allir banka­stjórar seðla­banka heimsins hafa?

Nei.

Var skipaður ein­hver starfs­hópur til að vega og meta reynslu og hæfni í em­bættið?

Nei.

Það þurfti ekkert af þessu!

Flokks­skír­teinið eitt dugði.

Þessu ó­lýð­ræðis­lega ferli var fólkið sem tók þátt í Bús­á­halda­byltingunni líka að mót­mæla há­stöfum.

Það veit Davíð mæta­vel, en hann kýs að rakka fólkið niður og kýs að láta sem hann sé sak­leysið eitt upp­málað og ekki á nokkurn hátt gerandi í því á­standi sem skapaðist á haust­dögum ársins 2018.

Hann var aðal gerandinn!

Hann var sjálf rótin að vandanum sem skapaðist!

Hvort sem hann skilur það ekki eða læst ekki skilja þá er eitt nokkuð ljóst.

Skrif hans um Bús­á­halda­byltinguna verða aldrei annað en full­kom­lega mark­laust þvaður.

Hann ætti að halda sér saman og skammast sín.