Skattastefnu vinstri grænna var hafnað

Fyrir tveimur vikum mældu allar skoðanakannanir fylgi VG á bilinu 25-28% sem hefði gefið flokknum 16 til 18 þingmenn.
 
Vinstri græn boðuðu grimmar skattahækkanir á öllum sviðum upp á 50 til 70 milljarða á ári. Kosningabaráttan snérist mikið um þessar hugmyndir VG.
 
Skemmst er frá því að segja að kjósendur höfnuðu skattastefnu VG. Flokkurinn bætti einungis við sig einum þingmanni í stað sex til átta eins og vonir stóðu til. Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir VG. Þessa niðurstöðu hlýtur að vera unnt að rekja beint til skattastefnu flokksins.
 
Kjósendur telja engin rök vera fyrir grimmri skattlagningu á tímum hagvaxtar og uppgangs í samfélaginu.
 
Vinstri græn munu vonandi læra af mistökum sínum.
 
Rtá.