Skata 1959 – klassísk og tímalaus hönnun

Skata 1959 – Stólarnir sem hafa slegið í gegn í áranna rás. Skatastólarnir eru einstök og falleg íslensk hönnun sem tekið hefur verið eftir og eldist vel. Þetta eru glærir eikarstólar með krómhúðum löppum. Hönnuður Skatastólanna var Halldór Hjálmarson (1927 – 2010) en saga Skötustólsins á sér rætur að rekja til námsára Halldórs í Kaupmannahöfn. Skatastólarnir litu fyrst dagsins ljós árið 1959 og eiga því 60 ára afmæli í ár. Byrjað var aftur að framleiða Skötustólana árið 2007 en að því stóð sonur Halldórs, Örn Þór Halldórsson arkitekt í samstarfi við Sólóhúsgögn.

\"\"

Framleidd verða hundrað tölusett viðhafnareintök í þremur útgáfum í tilefni afmælis stólsins. Hægt er að velja á milli nýjustu gerðanna úr olíu- og vaxborinni eik í tveimur litum með dökkgráum löppum eða eftirmynda af elstu stólunum með nikkelhúðuðum löppum og ólitaðri eik, handlakkaðri eða olíuborinni. Fallegar skötulaga línur stólbaksins gleðja augað og setja svip sinn á hönnunina.

\"\"