Ný skoðanakönnun MMR sýnir Sjálfstæðisflokkinn með 19,9% fylgi sem er mesta fylgi allra flokka. Vinstri græn mælast með 19,1% samkvæmt könnuninni.
Yrði þetta niðurstaða kosninganna, fengi Sjálfstæðisflokkur 14 þingmenn kjörna og þetta yrðu langverstu kosningaúrslitin í allri sögu flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú 21 þingmann þannig að 7 þingmenn féllu.
Þeir eru: Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, formaður þingflokksins, Valgerður Gunnarsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Bjarnason og Hildur Sverrisdóttir.
Fjórtán manna þingflokkur Sjálfstæðisflokks yrði þá skipaður 10 körlum og einungis 4 konum, þeim Bryndísi Haraldsdóttur, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Sigríði Andersen og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur.
Góðu fréttirnar fyrir flokkinn gætu hins vegar verið þær að það losnaði um fólk sem gæti sóst eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum en enginn hefur ennþá fundist í það verkefni.
Birgir Ármannsson gæti tekið að sér að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.
Rtá.