- að bæta við einum ráðherra í ríkisstjórnina . Með því móti er ætlunin að freista þess að leysa nokkur mál
Ragnheiður Elín Árnadóttir er strand með náttúrupassann. Flokksfélagar hennar vilja nú freista þess að skera hana úr snörunni með því að breyta verkaskiptingu í ríkisstjórninni. Hugmyndin gengur út á að skipta innanríkisráðuneytinu upp að nýju. Ólöf Nordal yrði með dóms-og lögreglumálin, en Ragnheiður Elín tæki við öðrum málum innanríkisráðuneytisins, þ.e. samgöngumálum og öllu sem snýr að sveitarstjórnum en þannig var staðan eftir að Hanna Birna lét frá sér dómsmálin en hélt öðrum verkefnum innanríkisráðuneytisins.
Jón Gunnarsson yrði þá iðnaðar-og ferðamálaráðherra í stað Regnheiðar Elínar. Hann er með lausnir á ferðamannapassamálinu og hefur verið í ágætu sambandi við iðnaðinn og ferðaþjónustuna í landinu og er talið að hann gæti mjög bætt samstarfið við þessar atvinnugreinar sem er vægast sagt slæmt núna. Þá þykir augljós kostur að létta vinnuálagi af Ólöfu Nordal með því að skipta innanríkisráðuneytinu.