Yfir Sjálfstæðisflokknum hanga nú mörg dökk óveðursský þegar litið er yfir helstu niðurstöður kosninganna.
Skýin yfir Reykjavík eru svört. Vonbrigði flokksins vegna þeirra örlaga að þurfa nú að leggja af stað í enn eina eyðimerkurgönguna sem valdalaus minnihluti eru himinhrópandi. Eyþór er rétt að byrja að skilja niðurstöðuna núna og vill ekki trúa sínum eigin augum.
Allt var lagt í kosningabaráttuna með hrikalegum kosnaði og það skilaði næstlélegasta árangri flokksins í Reykjavík í heila öld. Kjósendur höfnuðu Eyþóri Arnalds, lista flokksins og Moggaklíkunni í heild.
Gleðin geislar af meirihlutanum á meðan Eyþór fer gegnum sorgarferli þar sem helsti huggarinn er Vigdís Hauksdóttir.
En skýin yfir Vestmannaeyjum eru ekki bara dökk - þau eru kolsvört! Flokkurinn missti þar öruggan meirihluta og Elliði Vignisson er út úr öllu, hverfur rétt eins og þegar farið er út með ruslið. Reynt er að kenna Páli Magnússyni um en hann ver hendur sínar. Allt logar í Eyjum. Nýtt og endurbætt Vestmannaeyjagos. Þetta sterka vígi flokksins er fallið.
Flokkurinn kemst heldur ekki í meirihluta í Reykjanesbæ eða á Akureyri, missti meirihlutann á Akranesi og einnig öll völd í Fjarðarbyggðar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið dreginn að landi af Framsókn í Kópavogi og Hafnarfirði enda eru þessir tveir flokkar orðnir alveg eins.
Því sameinast þeir ekki; tveir framsóknarflokkar á flótta undan nútímanum, framtíðinni og stórminnkandi fylgi?
Rtá.