Sjáðu hvað kostar að leigja þetta litla her­bergi í mið­­borginni: „Ís­­lendingar hugsa alls ekki. HVAÐA VERÐ ER ÞETTA BARA?“

Leigu­verð hefur hækkað upp úr öllu valdi á síðustu árum, sér­stak­lega í Reykja­vík, og eiga margir á leigu­markaði erfitt með að finna hús­næði við hæfi.

Aug­lýsingar um í­búðir til leigu á Face­book fá gjarnan mikil við­brögð þrátt fyrir að verðið sé upp úr öllu valdi. Eina slíka má sjá í hópnum Leiga Reykja­vík 101.105.107 en þar er boðið upp á 25 fm kjallara­her­bergi á 150 þúsund krónur.

„Til leigu frá og með 1 mars næst­komandi. 25 fm her­bergi í kjallara á Báru­­götu í 101 Reykja­­vík. Her­bergið er með klósetti, sturtu, sófa, eldunar­að­­stöðu og ís­­skáp. Einnig er tengi fyrir þvotta­­vél. Lítil geymsla fylgir. Leiga pr mánuð er kr. 150.000 og krafist er eins mánaðar tryggingar. Á­huga­­samir geta haft sam­band í PM,“ segir í aug­lýsingunni.

Fjöl­margir eru til­búnir að leigja her­bergið meðal annars eldri hjón frá Úkraínu. Eli Ar­tyomova er þó mjög hugsi yfir þessu og segir: „Ís­­lendingar hugsa alls ekki. HVAÐA VERÐ ER ÞETTA BARA?“