Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi á síðustu árum, sérstaklega í Reykjavík, og eiga margir á leigumarkaði erfitt með að finna húsnæði við hæfi.
Auglýsingar um íbúðir til leigu á Facebook fá gjarnan mikil viðbrögð þrátt fyrir að verðið sé upp úr öllu valdi. Eina slíka má sjá í hópnum Leiga Reykjavík 101.105.107 en þar er boðið upp á 25 fm kjallaraherbergi á 150 þúsund krónur.
„Til leigu frá og með 1 mars næstkomandi. 25 fm herbergi í kjallara á Bárugötu í 101 Reykjavík. Herbergið er með klósetti, sturtu, sófa, eldunaraðstöðu og ísskáp. Einnig er tengi fyrir þvottavél. Lítil geymsla fylgir. Leiga pr mánuð er kr. 150.000 og krafist er eins mánaðar tryggingar. Áhugasamir geta haft samband í PM,“ segir í auglýsingunni.
Fjölmargir eru tilbúnir að leigja herbergið meðal annars eldri hjón frá Úkraínu. Eli Artyomova er þó mjög hugsi yfir þessu og segir: „Íslendingar hugsa alls ekki. HVAÐA VERÐ ER ÞETTA BARA?“

