Það þarf ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn þegar þess er freistað að bæta líðan sína, altént þarf ekki leita lengra en í vatnskranann heima hjá sér til að fylla ketilinn af vatni og kreista sítrónu þar yfir - og þar með er kominn einn besti morgundrykkur sem líkaminn getur fengið ofan í sig.
Heitt vatn með safa af hálfri sítrónu getur hjálpað til við þyngdartap, en sótrónuvatn hefur góð áhrif á blóðsykur og inniheldur hormón sem dregur úr matarlyst.
Sítrónuvatnið minnkar bakflæði og örvar meltinguna og getur þar að auki minnkað líkurnar á hægðatregðu og skolar þvagi líka betur út úr meltingarkerfinu.
Sítrónuvatn þykir styrkja ónæmiskerfið í líkamanum og getur með því móti slegið á líkurnar á kvefi og flensu, ellegar dregið úr einkennum þeirra kvilla.
Heitt sítrónuvatn stuðlar aukin heldur að jafnvægi í sýrustigi líkamans og heldur því aftur af bólumyndum húðarinnar.
Það minnkar bólgur og þar af leiðandi er upplagt að drekka það eftir góða æfingu til að draga úr harðsperrum.
Og loks getur sítrónuvatn komið í veg fyrir matareitrun með því að jafna sýrustig í skrokknum.
Að öllu samanlögðu er sítrónan, sem er rík af B og C vítamínum, kalíum og andoxunarefnum, upplögð og ódýr leið til heilsueflingar.