Síle?

Ok Ísland, Íslendingar, og ást vorra mál, íslenska.

Við þurfum að tala saman um landið Chile, sér í lagi, þetta ógeðslega orðskrípi sem sumir Íslendingar tönglast á því að nota yfir landið, SÍLE!

Ég ímynda mér að þetta nafn komi til því C er ekki í íslenska stafrófinu. Eins og það sé eitthvað erfitt að skrifa C þótt það sé ekki í íslenska stafrófinu. Sé ekki að við lendum í vandræðum þegar það kemur fyrir í eftirnöfnum, t.d. hinu gamla íslenska ættarnafni Thorlacius. Ekki virðist heldur hin íslenska og íhaldssama stofnun Alþingi hafa átt erfitt að höndla ættarnafnið McCarthy, eða eiginnafnið Pawel. Svo tvö dæmi séu nefnd.

Ef þú lendir í vandræðum því C er ekki í íslenska stafrófinu, þá lendirðu líka í vandræðum með Síle því Síle beygist ekki eins og íslenskt orð, þú getur er ekki dregið af þjóðerni með góðu móti af Síle (nema einhverjar skrípamyndir eins og Sílemaður eða Sílekona, oj).
Svo ef Chile er ekki nógu gott fyrir íslensku, þá vil ég benda Íslendingum á að velja eitthvað betra orð fyrir Chile heldur en Síle, því Síle er ekkert betra fyrir Íslensku en Chile. Síle er verra fyrir íslensku, því það þykist vera íslenskt en er það í rauninni ekki neitt.

Höfundur er nemi í máltækni.