Sigvaldahús ekki bara eign heldur listaverk

Logi Höskuldsson sem er alla hafna betur þekktur sem Loij er að gefa út bók þar sem hann tekur saman uppáhalds verk sín eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson. „Þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Loij. Bókina kynnir Loij á sýningu sinni á HönnunarMars dagana 21.-23.maí sem fer fram í Ásmundarsal. Hann segir að bókin veki upp bæði kátínu og gleði.

„Ég er sjálfur að gefa hana út en bókin kemur undir nafni Grazie! Press sem er útgáfu merki hönnuða bókarinnar Helgu Dögg og Bobby Breiðholts.“

„Ég hef verið að safna og skrá verk eftir Sigvalda Thordarson arkitekt síðan 2015. Nú er komið að því að safna því helsta og setja það í bók. Hönnuðurnir Bobby Breiðholt og Helga Dögg Ólafsdóttir munu sjá um uppsetningu bókarinnar. Kjartan Hreinsson ljósmyndari velur allar ljósmyndirnar í bókinni.“

Starfsævi Sigvalda spannaði 23 ár en á þessum stutta ferli eru til hús eftir hann á víð og dreif um landið. Sum húsin eru þekkt en svo eru önnur minna þekkt. Sum voru teiknuð fyrir áhrifamenn í samfélaginu og önnur ekki. Bókin mun gera þessum húsum skil, í henni verða hans helstu stílbrigði og reynt verður að mynda góða heildarsýn á ævistarfi Sigvalda Thordarsonar. Það er ótrúlegt að hann hafi verið svona framsýnn og viðurkenndur, hann fæddistist á Ljósalndi í Vopnafirði árið 1911 fer síðan til Danmerkur í arkitektanám, þarf svo að flýja heim út af Seinni-heimstyrjöldinni. Fer svo aftur til Danmerkur til að klára námið, kemur að lokum heim og þá er skollið á Kalda stríðið. Sigvaldi var mjög pólitískur en eftir Sigvalda liggja sára fá opinber verkefni . Vinstri sinnaðir arkitektar áttu erfitt til uppdráttar hér á landi á þessum árum. Þó í þessum mótbyr öðlaðist hann gífurlega viðurkenningu og virðingu meðal starfsbræðra sinna og fólksins í landinu, það þótti virðingavert að búa í Sigvaldahúsi. Hann var boðberi módernisma í íslenskri húsagerðalist og hafði Sigvaldi gífurleg áhrif á sína samtíðarmenn og ekki er hægt að neyta áhrifunum hans í nýju íbúðarhúsunum sem hafa verið a að spretta upp undanfarið.


„Búið er að gera ótal bækur um merka íslenska arkitekta en ég hef ekki rekist á neina bók um Sigvalda. Það eru aðallega lof og virðing sem ég hef rekist á í leit minni af frekari upplýsingum um arkitektinn. Hvergi er hægt að finna heimild um verkin hans en það er það sem þessi bók á að vera. Ég hef verið að ferðast um landið, skráð og myndað hús eftir Sigvalda og aflað mér allskyns fróðleik um verkin hans. Allt þetta verður sett upp á einfaldan og skýran hátt til að ná til sem flestra, bæði fólks innan sem og utan fagsins. Þessi bók verður mikilvægur hlekkur í safnið um íslenska byggingarsögu.“

„Í gegnum instagramm reikninginn minn varð mér ljóst að gríðarlegur áhugi er á verkum Sigvalda. Ég hef oftar en ekki verið stoppaður út á götu þar sem fólk tilkynnir mér að það búi í Sigvalada húsi eða afi sinn og amma hafi byggt húsið og búi ennþá daginn í dag í því. Um daginn var ég í röðinni á Hlöllabátum seint um kvöld og þar snéru tveir menn sér við. Þeir spurðu mig hvort að ég væri ekki Sigvalda-gaurinn. Ég svaraði því játandi. Það næsta sem gerðist var að þeir fóru að tala um húsin sem þeir bjuggu í við mig, eftir hvern þau voru, hvenær þau voru byggð og svo framveigis. Svo eftir það tilkynnti annar þeirra að tengdapabbi sinn ætti Sigvaldahús, Sturlu-Reyki sem er bóndabær í Reykholtsdal og ég væri ávallt velkominn í heimsókn því öll fjölskyldan væri að fylgjast með instagram reikningnum mínum. Á þessari stundu komst ég að því að Sigvaldahús er ekki bara eign sem þú býrð í, heldur líka listaverk sem þú átt.“

*Ljósmynd aðsent.