Sig­rún Ósk með fast skot: Hefði verið gaman að sjá árangurinn með al­vöru þjálfara

Fjöl­miðla­konan Sig­rún Ósk Kristjáns­dóttir, eigin­kona Jóns Þórs Hauks­sonar, fyrr­verandi lands­liðs­þjálfara kvenna­lands­liðsins, skaut nokkuð föstum skotum á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi eftir að til­kynnt var að kvenna­lands­liðið í fót­bolta hefði verið valið lið ársins.

Þrjár vikur eru síðan Jón Þór hætti með liðið eftir að hafa farið yfir strikið í sam­ræðum við leik­menn liðsins. Það gerðist eftir að ís­lenska liðið tryggði sér sæti á EM eftir sigur á Ung­verja­landi í byrjun mánaðarins.

Sig­rún Ósk deildi frétt Vísis um valið á liði ársins á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi og sagði:

„Noh! Magnað að haus­laus her hafi rambað á þetta fína EM sæti. Hefði verið gaman að sjá árangurinn ef þær hefðu verið með al­menni­legan þjálfara.“

Kvenna­fót­boltinn sópaði að sér verð­launum þegar Sam­tök í­þrótta­frétta­manna til­kynntu val sitt á í­þrótta­manni ársins í gær­kvöldi. Þannig var Sara Björk Gunnars­dóttir valin í­þrótta­maður ársins, Elísa­bet Gunnars­dóttir, þjálfari ársins og kvenna­lands­liðið lið ársins sem fyrr segir.

Þess má geta að Jón Þór Hauks­son varð sjöundi í valinu á þjálfara ársins. Ef­laust hefur at­vikið eftir sigurinn á Ung­verjum haft tals­verð á­hrif á þá niður­stöðu, enda náði kvenna­lands­liðið mögnuðum árangri á árinu.