“Allt fyrir alla og alls konar fyrir aumingja”, sagði Jón Gnarr fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2012 og var kjörinn borgarstjóri.
Miðflokkurinn hefur birt kosningastefnuskrá sína og ætlar að gera allt fyrir alla, m. a. að “gefa” kjósendum banka, sem þeir þurfa reyndar að kaupa sjálfir fyrst.
Ein tillaga Miðflokksins gengur út á að Ríkissjóður neyti forkaupsréttar að Arionbanka upp á 200 milljarða króna. Það á að nota 200 milljarða af skattpeningum almennings til að kaupa bankann sem verður þar með í eigu þjóðarinnar sem á Ríkissjóð.
En af því að það eru að koma kosningar þá ætlar Sigmundur Davíð að vera svo elskulegur að “gefa” kjósendum þriðjung af þeim banka sem þeir munu þá eiga fyrir í gegnum Ríkissjóð með afhendingu hlutabréfa!
Þetta er ekki grín heldur fúlasta alvara samkvæmt stefnuskrá Miðflokksins. Er þetta ekki hámark hræsninnar?
Jón Gnarr gat leyft sér ýmislegt sem landskunnur húmoristi.
Sigmundur Davíð er ekki húmoristi en þeim mun meiri popúlisti.
Rtá.