Náttfara fannst þáttur RÚV um komandi kosningar í meginatriðum marklítill enda formið vonlaust þar sem fulltrúar 12 lista tjáðu sig.
Þó komu tvö mikilvæg atriði skýrt fram. Sigmundi Davíð finnst engin ástæða til að biðja þjóðina afsökunar á Tortólabraski þeirra hjóna. Þeim kemur málið ekkert við að því er virtist. Svínaríið með aflandspeningana sem leiddi til þess að hann hrökklaðist úr ríkisstjórn og flýta þurfti kosningum um hálft ár er bara vandamál RÚV.
Afneitun Sigmundar er alger, auðmýktin engin og hrokinn allur á sínum stað. Allir andstæðingar Framsóknar hljóta að vona innilega að hann verði endurkjörinn formaður Framsóknar.
Þá lýsti Bjarni Benediktsson því yfir að það væri allt í lagi að svíkja skýr og afdráttarlaus kosningaloforð eins og loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem allir 5 ráðherrar flokksins lofuðu hátíðlega fyrir kosningar en sviku svo glottandi þegar þeir voru komnir í ríkisstjórn, meðal annars vegna stuðnings þeirra sem treystu þessu loforði.
Reynslan sýnir að kosningaloforð hans eru einskis virði. Hann ítrekaði í þættinum að hann hefur alls ekki iðrast