Siggi hakkari í síbrotagæslu: Handtekinn sama dag og hann kom frá Spáni

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, er kominn í síbrotagæslu og situr nú á Litla-Hrauni. Stundinfullyrðir þetta á vef sínum en í fréttinni kemur fram að Húnbogi J. Andersen, lögmaður Sigurðar, hafi staðfest þetta.

Sigurður hefur reglulega verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum. Þannig var hann dæmdur  í þriggja ára fangelsi árið 2015 fyrir brot gegn níu piltum sem áttu sér stað á árunum 2011-2013. Hann er einnig þekktur fyrir aðkomu sína að Wikileaks og hefur hann verið eitt af lykilvitnum FBI í rannsókn á Wikileaks.

Heimildir Stundarinnar herma að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn, sama dag og hann sneri heim frá Spáni. Herma heimildir Stundarinnar að hann hafi verið úrskurðaður í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem eru til rannsóknar hjá lögreglu.

Frétt Stundarinnar má lesa hér.