Sifellt hærri álögur isavia stefna innanlandsflugi í hættu

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect og Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis eru harðorðir í garð stjórnsýsunnar og fjárlagavaldsins fyrir þær auknu álögur sem ríkið hefur lagt á innanlandsflugið á síðustu árum.

Þeir eru gestir Sigmundar Ernis í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld og nefnir Hörður þar sérstaklega þátt Isavia sem tekur til sí æ stærri hluta af flugmiðaverðinu. Árni segir að ríkið verði að sýna hér slaka ef ekki eigi illa að fara fyrir innanlandsfluginu, en báðir óttast þeir að áætlunarflug geti lagst af á þá staði sem minnstar tekjur gefa ef ekki komi til aðgerðir - og þar nefna báðir skosku leiðina, fyrir utan minni álögur, en hún felur í sér niðurgreiðslur á miðaverði fyrir þá landsmenn sem búa fjærst miðlægri þjónustu höfuðborgarinnar.

Pólitískur meirihluti virðist vera fyrir aðgerðum á Alþingi að beggja sögn, en athyglsvert verði að sjá sami meirihluti birtist í fjárlögunum sem nú eru í smíðum. 

Fréttaþátturinn 21 byrjar kl. 21:00 í kvöld.