Ítalskur sælkeramatur hefur ávallt verið í hávegum hafður hjá okkur Íslendingum og bræðir bragðlauka matgæðinga. Berglind okkar Guðmundsdóttir köku-og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gulur, rauður, grænn og salt hefur verið iðin að heimsækja Ítalíu og er hughrifin af matargerð þeirra. Einn þeirra rétta sem Ítalir gera er Saltimbocca og er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi. Hér deilir hún með okkur sælkera uppskrift þar sem kjúklingabringur og parmaskinka eru í aðalhlutverki.
SALTIMBOCCA AÐ HÆTTI ÍTALA
3 kjúklingabringur, t.d. Rose poultry
1 stk. parmesanostur, rifið niður eftir smekk
9 sneiðar PARMA parmaskinka
fersk salvía eftir smekk
smjör
ólífuolía
1-2 dl hvítvín að eigin vali
1 stk. sítróna
svartur pipar
Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar langsum. Setjið plastfilmu yfir þær og lemjið þær niður í ca. 1 cm þykkt. Rífið niður parmesanost og setjið í miðju kjúklingsins. Leggið parmaskinku yfir bringurnar og tvö salvíublöð í miðjuna yfir parmaskinkuna. Þrýstið niður á bringurnar og þræðið upp á pinna. Leggið hvern bita í hveiti á þeirri hlið sem kjúklingurinn er. Látið smjör á pönnu og ólífuolíu og hitið. Steikið kjúklinginn á hvorri hlið í um 4-5 mínútur eða þar til eldaður í gegn. Hellið hvítvíni út á pönnuna og látið gufa aðeins upp. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið á disk. Kreystið smá sítrónu yfir, stráið parmesan og smá svörtum pipar. Berið fram með tagliatelle og salati.
*Allt hráefnið fæst í Bónus.