Segir sdg ljúga að öllum heiminum

Það sætir tíðindum þegar gamlir fréttastjórar og yfirmenn á fyrrum borgaralegum dagblöðum skrifa pistla þar sem sitjandi forsætisráðherra þessa lands er vændur um að ljúga að heiminum öllum.

Það hefur nú gerst.

Stefán Ásgrímsson sem starfaði lengi í blaðamennsku og var m.a. fréttastjóri á Tímanum á 10. áratug sl. aldar horfði í fréttum á Sigmund Davíð Gunnlaugsson lesa upp ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna þar sem forsætiráðherra lét eins og það væri ekkert mál að minnka losun gróðurhúsakofttegunda um 40%. Þetta þótti mörgum sæta tíðindum því ekki er langt síðan sami forsætisráðherra sá mikil tækifæri í hlýindum í heiminum fyrir Íslendinga.

Er raunhæft að heyra forsætisráðherra flytja slíka yfirlýsingu fyrir Íslands hönd eftir það sem á undan er gengið? Jafnt orð SDG sem ýmis embættisverk sem lýsa massívum stuðningi við virkjana- og stóriðjustefnu hér á landi?

Stefáni Ásgrímssyni blaðamanni finnst það ekki. Þannig er færsla sem hann skrifaði á facebook:

„SDG laug því að Sameinuðu þjóðunum að Ísland væri að lækka kolefnislosun út í loftið um 40% meðan hann er að stuðla að 20% aukningu frá því sem er nú. Hann laug sig til forsætisráðherra, lýgur stanslaust að Íslendingum og nú að heiminum öllum. Hvenær er nóg komið af SDG?“