Í nýjum pistli hér á Hringbraut hafnar Ólafur Arnarson staðhæfingu Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, um að landsbyggðin sé afskipt í hagsmunagæslu á Alþingi og hagsmunir bænda fyrir borð bornir.
Öfugt við staðhæfingu formannsins njóti bændur ríkisstyrkja upp á tugi milljarða sem ekki standi öðrum atvinnugreinum til boða. Raunar gerir hann því skóna að sjávarútvegurinn njóti dulinna styrkja þar sem hann greiði langt í frá eðlilega leigu fyrir afnot af fiskimiðunum í kringum landið. Veiðigjöldin þurfi að hækka um tugi milljarða.
Segir Ólafur að bændur verði að fara að svara því hvort landbúnaður á Íslandi eigi að vera atvinnugrein eða lífsstíll.
Hann gerir að umfjöllunarefni þau orð Gunnars að nauðsynlegt sé að huga að sérstöku bændaframboði til að rétta hlut bænda. Hvetur hann bændur eindregið til þess, slíkt framboð geti mögulega tekið nokkur atkvæði frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki, sem þegar séu landsbyggðar- og bændaflokkar sem standi vörð um óréttlátt kosningakerfi sem færi landsbyggðinni tvöfalt atkvæðavægi á við þéttbýlið.
Pistil Ólafs má lesa hér.