Samfylkingin er á hraðferð til vinstri

Samfylkingin virðist ætla að bæta við sig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum þegar flokkurinn rétt náði inn á þing með þrjá fulltrúa. Þá urðu þau tíðindi að Samfylking fékk hvorki þingmenn kjörna í Reykjavík né í Suðvesturkjördæmi.

 

Nú virðist vera nokkuð ljóst að flokkurinn muni bæta við sig nokkrum þingmönnum til viðbótar við núverandi þrjá þingmenn.

 

Hvernig þingflokkur Samfylkingar mun þá birtast þjóðinni?

 

Hann mun verða miklum mum vinstrisinnaðri er þingflokkur Samfylkingarinnar var fyrir einu ári. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir, Katrín Júlíusdóttir og Kristján L. Möller, sem öll hurfu af þingi fyrir einu ári, voru orðin miðjumenn í stjórnmálum, talvert í anda þess sem viðgegst í gamla Alþýðuflokknum. Þau voru miðjumenn áður en þingferli þeirra lauk, jafnvel miðju-hægrimenn sum hver.

 

En nú stefnir í mjög vinstrisinnaðan þingflokk. Því má jafnvel halda fram að sumir af núverandi og tilvonandi þingmönnum Samfylkingar ættu frekar heima í Vinstri grænum.

 

Þeir sem þekkja Loga Einarsson vel, segja að hann hafa alla sína tíð verið lengst til vinstri í stjórnmálum. Oddný Harðardóttir hefur sýnt það sem þingmaður og ráðherra að hún fór herbergjavillt þegar hún gekk í Samfylkinguna í stað Vinstri grænna. Helga Vala Helgadóttir er lengst til vinstri í Vinstri grænum og furðulegt að hún skuli ekki frekar vera þar í framboði eða hjá Flokki fólksins.  Þá verður Guðundur Andri Thorsson seint vændur um að vera miðju- eða hægrimaður. Hann hefur gagnrýnt borgarastéttina í landinu miskunarlaust með beittum skrifum sínum í langan tíma. Stjórnmálaferil Margrétar Tryggvadóttur þekkja kjósendur og vita hvar þeir hafa hana.

 

Samfylkingin er á hraðferð til vinstri. Mikilvægt er að kjósendur geri sér það ljóst fyrir kosningar.

 

 

Rtá.