Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag var birt glæný skoðanakönnun sem sýnir merkilegar niðurstöður:
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn með 19% fylgi og 13 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur fengi 17.6% og 11 þingmenn, tapar 5 þingsætum, einum í hverju kjördæmi nema í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Flokkurinn tapar þriðja hverjum kjósanda sínum frá kosningum haustið 2017.
Viðreisn og Píratar fá 14% hvor flokkur og 9 þingmenn kjörna. Viðreisn meira en tvöfaldar fylgi sitt.
Miðflokkur fengi 8 þingmenn en Vinstri græn tapa miklu fylgi, næðu 11.7% stuðningi og 8 þingmönnum. Tapa 3 þingsætum eins og Framsókn sem fengi 5 menn kjörna, tvo í Suðurkjördæmi, einnig tvo í Norð-Austur og einn í Norð-Vestur.
Flokkur fólksins fengi 4.1% og engan mann kjörinn.
Samkvæmt þessu væri ríkisstjórnin kolfallin og hefði 24 þingmenn á bak við sig í stað 35 áður.
Núverandi ríkisstjórn gæti naumlega haldið velli ef hún fengi Miðflokkinn til liðs við sig. Það verður að teljast ólíklegt.
Unnt væri að mynda ríkisstjórn þriggja flokka með 33 þingmenn á bak við sig. Þá er átt við Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokk.
Eins mætti hugsa sér fjögurra flokka stjórn Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og VG með 35 þingmenn á bak við sig.