Safnað fyrir samúel

Samúel Þór Hermannsson stórslasaðist í mótorhjólaslysi í Taílandi í lok mars. Þar ætlaði Samúel að dvelja í mánuð í fríi ásamt fjórtán ára dóttur sinni. Í samtali við Fréttablaðið kveðst hann lítið muna eftir slysinu.

Umræddan dag ætlaði Samúel að skreppa út í búð á mótorhjóli. Hann var með hjálm og vanur að aka mótorhjóli. Telur Samúel að bíll hafi ekið í veg fyrir hann og farið af vettvangi áður en viðbragðsaðilar komu til að huga að honum.

Samúel höfuðkúpubrotnaði, þá blæddi inn á heila og í innri eyrun og því heyrir hann illa. Þá er hálft andlit hans lamað. Allar líkur eru á því að Samúel þurfi að dvelja í Taílandi í nokkurn tíma en vegna höfuðáverka má hann ekki fljúga.

Nú hefur verið hafin söfnun fyrir Samúel. Á vef Fréttablaðsins er haft eftir honum: „Margt smátt gerir eitt stórt.“

Hægt er að styrkja Samúel með því að leggja inn á reikning 0515-26-012323. Kennitala: 050780-4309