Grillsumarið mikla er gengið í garð og fátt annað er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu og vinum á góðvirðis dögum. Sjöfn Þórðar heimsækir Hrefnu Rósu Sætran matgæðing og sjónvarpskokk út á pallinn á heimili hennar í Skerjafirðinum þar Hrefna Rósa grillar ljúfenga rétti. Aðspurð segir Hrefna Rósa að það skipti máli að geta notið þess að vera úti í sólinni og vera ekki fastur í eldhúsinu að undirbúa flókna rétti og það sé lag að vera með einfaldleikann í fyrirrúmi svo allir njóti.
Hrefna Rósa ætlar að grilla fyrir áhorfendur og gefa þeim góðar hugmyndir hvernig má töfra fram ljúffenga rétti á einfaldan og frumlegan hátt sem trylla bragðlaukana.
Hrefna Rósa ætlar meðal annars að grilla fyrir okkur kjúklingabringur með timijan, paprikur, baka hvítlauk með nýstárlegum hætti og sætar kartöflur með rósmarín.
„Svo er ég með er eitt af mínu uppáhalds lambabprime, ég er með það í balsamic legi, agave-sírópi, grófkornasinnepi og kryddað með smá chiliflögum. Það góða við að vera með lambið í balsamiclegi er að það þarf ekki að vera með það í mareningunni lengi,“ nefnir Hrefna Rósa og segir jafnframt að það sé ávallt holltast að marenara hráefnið sjálfur þótt hitt sé líka í lagi.
Í lokin grillar Hrefna Rósa dýrindis eftirrétt með frumlegum hætti og Sjöfn fær að smakka og njóta matarupplifunnar sem enginn stenst.
Missið ekki af Hrefnu Rósu Sætran fara á kostum á grillinu í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.