Sævar segir hugmyndir forstjóra Vodafone galnar

Stjörnufræðingurinn og umhverfisbaráttumaðurinn Sævar Helgi Bragason segir að það galið að ætla ekki að hætta leit að olíu á norðurslóðum. Svarar hann grein Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Vodafone og Stöðvar 2, sem sagði fyrir helgi á Vísi að það væru bara einfaldir sem vildu hætta leit að olíu og gasi á Norðurslóðum:

„Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu.“

Sævar Helgi vísar í skrif Heiðars á Twitter og segir:

„Í síðustu viku las ég grein eftir íslenskan forstjóra sem finnst galið að ætla að hætta að leita að og brenna jarðefnaeldsneyti. Það eina sem er galið er að hætta því ekki,“ segir hann.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, segir:

„Ertu að tala um forstjórann sem átti og stýrði einu af fyrirtækjunum sem leituðu olíu á Drekasvæðinu?“

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, spyr einnig: „Ertu að tala um forstjórann sem heldur að kaldur samruni sé uppbyggilegt innlegg í umræðu um orkuvanda?“