Sævar Helgi orðlaus eftir að hafa farið út að borða: „Þarna fékk ég besta mat sem ég hef nokkru sinni fengið“

Það er fátt skemmtilegra en að snæða góðan mat í góðra vina hópi og er óhætt að segja að margir veitingastaðir séu í ákveðnum sérflokki þegar kemur að því að útbúa góðan mat.

Sævar Helgi Bragason, oft kallaður Stjörnu-Sævar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi farið á ógleymanlegan veitingastað í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu.

„Við heimsóttum veitingastaðinn Geranium í Kaupmannahöfn í október. Geranium er þriggja Michelin-stjörnustaður og númer 1 á lista yfir bestu veitingastaði heims (theworlds50best) . Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða aðeins upp á grænmetisrétti og sjávarfang. Ekkert kjöt, svo fullkominn staður fyrir Vistkera,“ segir hann.

Sævar Helgi sparar ekki stóru orðin og miðað við myndirnar sem hann birtir af matnum gætu einhverjir fengið vatn í munninn við það að eitt að horfa.

„Og þvílík og önnur eins upplifun! Við fengum 20 ævintýralega góða ógleymanlega rétti paraða fullkomlega við sérvalin úrvalsvín. Völdum tvær vínparanir og sáum sannarlega ekki eftir því. Þarna fékk ég besta mat sem ég hef nokkru sinni fengið: Kartöflur, gerjað hvítkál, skessujurt og pikkluð sinnepsfræ. Svo gott að mig langaði að standa upp og klappa og grátbiðja um meira.“