Nýr veganréttur í súpulínunna hjá Bónus hefur litið dagsins ljós sem á svo sannarlega eftir að gleðja grænkera og sælkera. Súpulínan hjá Bónus er í góðum neytendaumbúðum þar sem allar leiðbeiningar um eldun og innihalds lýsingar eru til taks og eldamennskan hefur aldrei verið auðveldari. Hér er um að ræða sælkera súpu sem bráðnar í munni og nærir sálina.
Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus segir að ákvörðunin um að hefja framleiðslu og sölu á réttum sem þessum sé í takt við óskir viðskiptavina Bónus og óneitanlega sé hægt að sjá breytingar í neysluvenjum Íslendinga sem sæki í mun meiri mæli í grænna mataræði. „Það er því kærkomið að geta boðið uppá veganrétt í súpulínunni okkar og geta bætt við flóruna fyrir grænkera og alla sælkera sem njóta þessa.“
Baldur segir að hugmyndafræðin bak við framreiðslu þeirra sé hluti af því að huga að auka lífsgæðum fólks, tímasparnaði, hagkvæmi í innkaupum og um leið að huga að umhverfinu. „Við erum að reyna létta fólkið lífið, við vitum að það gefst ekki alltaf mikill tími í eldhúsinu eins og áður og þetta er einn liður í því. Einnig erum við að bjóða uppá hagkvæm innkaup á góðu íslensku hráefni. Umhverfið spilar líka inn í og við hjá Bónus reynum eftir bestu getu að huga að pakkningunum og endurnýtingu þeirra.“