Í kvöld bregður Sjöfn út af vananum og setur á sig svuntuna í eldhúsinu og töfrar fram sælkera Sætkartöflusúpu frá Bónus á augabragðið. Það má svo sannarlega stundum stytta sér leið og prófa til að mynda þessa frábæru rétti frá Bónus. En hugmyndafræðin bak við framreiðslu súpulínunnar hjá Bónus hluti af því að huga að auka lífsgæðum fólks, tímasparnaði, hagkvæmi í innkaupum og um leið að huga að umhverfinu. „Það stundum gott að létta fólki lífið, því við vitum að það gefst ekki alltaf mikill tími í eldhúsinu eins og áður. Þarna er verið að bjóða uppá hagkvæm innkaup á góðu íslensku hráefni,“ segir Sjöfn og kann vel að meta þessar nýjungar. Meira í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld klukkan 20.00.