Sæta kartaflan sigrar ísland

Sú var tíðin að Íslendingar átu kartöflur út í eytt; hvítar íslenskar, rauðar eða gullauga - og hvað þær nú heita allar þessar elskur sem hafa haldið lífi í þjóðinni í mannsaldra. Gömlu íslensku kartöflurnar eru jú upplagt kolvetni, en eiga kannski að vera meira spari en við þekkjum frá fyrri tíð; mun viturlegra er fyrir skrokk og skarpan huga að neyta sætra kartaflna með hversdagsmatnum, en þar er að fá mun hollari kolvetni og meiri trefjar en úr venjulegum hvítum kartöflum. Það er enda svo að þær eru að sigra Íslandi, neysla þeirra hefur vægast sagt stóraukist á síðustu árum og ef til vill vegna þess að þær þykja bragðbetri en þær gömlu góðu og henta með svo að segja hvaða kjöti og fiski sem er, en eru einnig góðar í stöku salat, smátt niðurskornar og steiktar um stund í kókosolíu - og vel að merkja, ekki of lengi. Það er athyglisvert að fylgjast með ungmennum á heimilinu sem venja sig smám saman á sætar kartöflur í stað hinna hefðbundnu; þeir einfaldlega ánetjast bragðinu. En munum; fjölbreytni er til góðs og því eigum við að nota venjulegar íslenskar inn á milli.