Á flestum heimilum slær hjartað í eldhúsinu og margar fjölskyldur eiga sínar bestu samverustundi við matarborði. Það er í því ávallt kærkomið að fá nýjar uppskriftir af girnilegum réttum til að prófa og eiga saman gæðastund í eldhúsinu, sérstaklega um helgar. Við fengum Maríu Gomez matarbloggara og fagurkera með meiru til að deila með okkur góðri uppskrift að pítu þar sem ljúffeng krydd og rækjur eru í aðalhlutverki. María er mikill ástríðukokkur og töfrar iðulega fram sælkerakræsingar sem eru oftar enn ekki með spænsku ívafi enda er hún sjálf ættuð frá Spáni, en faðir hennar er spænskur. Hægt er að fylgjast með matar- og heimilisbloggi hennar á síðunni paz.is
María Gomez matar- og heimilisbloggari.
„Píta þarf ekki alltaf að vera með grænmeti hakki og pítusósu. Hún má vera alls konar og alla vega og hér er ein sem er alveg geggjað góð. Ég sótti innblástur minn í þessa uppskrift úr geggjuðum rétt sem ég nota svo oft í veislum og er hafður með ristuðu brauði eða góðu baguette brauði.“
„Svo geymist rétturinn líka vel í kæli svo hægt er að hafa hana aftur eða jafnvel taka með í nesti daginn eftir.“
Karrýgrjónin
120 g eða eins og 1 glas af löngum grjónum
280 ml vatn
1 tsk. fínt borðsalt
1 tsk. karrý
½ tsk. cumin (ath. ekki Kúmen)
½ tsk. kóríander í dufti (notar frá Pottagöldrum)
20 g rúsínur
Rétturinn
150 g sveppir í sneiðum
15 g smjör
400-600 g rækjur frosnar (bara venjulegar ekki risarækjur og afþýðið)
1 stk. rauð paprika smátt skorin
1 stk. græn paprika smátt skorin
120 g soðnu grjónin hér að ofan
1 dós maísbaunir
2 tsk. aromat krydd
1 tsk. karrý
1 tsk. hvítlauksduft
salt og pipar
1-2 pakkar pítubrauð að eigin vali
Sinnepssósa
125 g mayones
125 g sýrður rjómi með graslauk (í græna boxinu)
3 msk. sætt sinnep
2 msk. hunang
örlítið aromat krydd eftir smekk
ferskur graslaukur, má sleppa
Karrýgrjónin
Setjið grjón og vatn í pott og kryddið með kryddunum. Setjið því næst rúsínur út í og látið sjóða undir loki í 20 mínútur eða þar til allt vatn er gufað upp.
Rétturinn sjálfur settur saman
Þegar grjónin eru tilbúin setjið þau í skál og hrærið upp. Setjið smjör á pönnu og setjið sveppi út á og saltið smá. Skerið paprikurnar smátt.
Afþýðið rækjurnar með því að setja þær í sigti undir heita vatnsbunu og þerrið svo vel á eldhúspappír. Setjið sveppina svo út í og rest af innihaldsefnum. Blandið öllu saman þ.m.t grjónunum í stóra skál og kryddið með kryddunum. Hrærið vel saman.
Sinnepssósa
Setjið allt hráefni saman í skál og hrærið vel saman og kryddið til. Klippið smátt graslauk svo smátt ofan ef þið viljið.
Pítan
Troðið vel að grjónum inn i pítubrauðið og setjið vel af sósu.
Gott er að borða og njóta bæði ný tilbúið og einnig hægt að geyma í kæli og borða kalt.
Gjörði svo vel og njótið.