Það sækir að mér kaldur hrollur yfir því grafalvarlega ástandi sem launafólk á íslenskum vinnumarkaði stendur nú frammi fyrir vegna Kórónufaraldursins.
Í dag eru rétt tæplega 47 þúsund einstaklingar skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu, eða sem nemur um 25% af vinnuaflinu, en þessar atvinnuleysistölur eru komnar langt yfir það sem gerðist í hruninu.
Því miður tel ég að þessar tölur eigi eftir að versa umtalsvert á næstu vikum og mánuðum, en rétt er geta að ef faraldurinn dregst á langinn, þá muni það leiða til mesta efnahagssamdráttar sem þjóðin hefur gengið í gegnum síðustu 100 ár.
Staðan er svo sannarlega grafalvarleg að okkur skylda til að hugsa í lausnum, þar sem markmiðin verða eins og ég hef oft sagt á liðnum dögum, það er að verja, störfin, verja kaupmáttinn og verja heimilin!