Á ári hverju gefur Royal Copenhagen út páskaegg fyrir komandi ár með mismunandi mynstrum. Eggin eru einstaklega falleg og rómantísk fyrir árið 2019 og munu vafalaust njóta mikilla vinsælda.
Í ár eru þau skreytt laufum af fjallabergsóley, keisaraliljum, magnólíu og að sjálfsögðu túlípönum sem eru táknrænir fyrir páskana. Eggin sóma sér vel á páskagrein og fanga augað. Þau koma í fallegri gjafaöskju og eru tilvalin páskagjöf fyrir fagurkera.
Eggin eru gerð úr postulíni. Eggin fást meðal annars í versluninni Líf og list og kosta 3.980,- stykkið